SlideShare ist ein Scribd-Unternehmen logo
1 von 2
Downloaden Sie, um offline zu lesen
Rational Exuberance
                                   Stephen F. LeRoy
                                       Már Wolfgang Mixa

         Í vor kom Stephen F. LeRoy, prófessor við Háskólann í Kaliforníu, Santa
Barbara, í heimsókn til Íslands í boði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann
hélt meðal annars fyrirlestur um grein sem hann var að leggja lokahönd. Titill
greinarinnar, Rational Exuberance, (sjá http://econ.ucsb.edu/~sleroy/webpage/) sem
lauslega útleggst á íslensku sem Vitræn ofurbjartsýni vísar í orðin Irrational Exuberance,
eða Óvitræn ofurbjartsýni, sem Alan Greenspan gerði ódauðleg árið 1996 við lýsingu
sinni á hugsanlegri ofurbjartsýni hlutabréfafjárfesta þess tíma og titil bókar Robert J.
Shiller sem fjallar aðallega um félagslegar ástæður ofurbjartsýninnar sem ríkti við útgáfu
hennar í mars árið 2000.
         LeRoy byrjar greinina á því að útlista hversu erfitt það getur verið að skilgreina
raunvirði einhvers hlutar. Er það eðlilegt að frímerki sem að öllu jöfnu er metið á 37 cent
sé 1.000 virði vegna mistaka í prentun þess? Ef virði gallaðs frímerkis getur orðið miklu
meira en flestir telja sé innan ramma skynsamlegra marka, er það þar með sagt að slíkt
geti átt sér stað með hlutabréf? Keðjubréf og svipaðar aðferðir, þar sem fjárfestar sem
fyrir eru nýta sér nýja fjárfesta til að fá mikinn hagnað eru aðrar leiðir til að gera
fjárfestingar eftirsóknarverðar. Þrátt fyrir að flestir eigi að átta sig á því að slíkt gangi
ekki til lengdar, skilgreina flestir sem taka þátt í slíku það ekki frá raunverulega
skynsömum fjárfestingum.
         Markmið greinar LeRoy er að koma með röksemdir um að eignabólur séu oft á
tíðum líkleg skýring á miklu flökti eigna. LeRoy skoðar fyrst og fremst eignabólu
hlutabréfa í tengslum við netbóluna og ber saman við margvísleg gögn áratugina þar
áður. Niðurstöður greininga þeirra sem LeRoy notar gefa til kynna að hækkanir
hlutabréfa síðari hluta tíunda áratugarins í Bandaríkjunum voru óvitrænar. Hann bendir
þó á að enn er ekkert líkan fyrirliggjandi til að sannreyna slíkt og fáar megindlegar
prófanir hafa átt sér stað til að greina á milli hækkana á eignum vegna eignabóla annars
vegar og vegna annarra þátta hins vegar. Því er ávallt erfitt að slá því föstu fyrr en eftir
að eignabóla hefur í raun átt sér stað. LeRoy bendir á að ein helsta réttlæting mikilla
hækkana á gengi hlutabréfa síðari hluta tíunda áratugarins hafi legið í óvenju hárri
framleiðniaukningu, sem þegar litið er til lengri tíma leiðir til hraðari aukningu hagnaðar.
LeRoy spyr á móti hvað gæti skýrt hið mikla verðfall hlutabréfa í byrjun þessa áratugar í
ljósi þess að samhliða lækkununum hélst aukning framleiðni áfram á afar háu róli.
LeRoy vekur athygli á því að oft sé sagt að hlutabréf hækki oft í verði þegar að hlutfall
fólks á miðjum aldri eykst. Hugmyndin á bakvið þá skýringu er að það er aldurinn þegar
að fólk ver stærstum hluta fjármuna sinna í sparnað. LeRoy ber fram þá spurningu hvort
skuldabréf hefðu ekki þá einnig átt að veita góða ávöxtun á ofangreindu tímabili, auk
þess sem slík útskýring stoðar lítt við að finna svör við lækkun á gengi hlutabréfa í byrjun
þessarar aldar.
         Eftir að hafa sýnt fram á hversu erfitt það er að skilgreina og útskýra ástæður
eignabóla setur LeRoy fram tillögur að líkönum sem gætu að einhverju leyti skýrt slíkar
aðstæður. Hann leitast við að aðgreina skilvirka markaði frá mörkuðum sem einkennast
af eignabólum. Skilvirkur markaður er vitræn að því marki að þær upplýsingar sem fyrir
liggja eru að mestu verðlagðar með vitrænum hætti í virði hlutabréfa. Á mörkuðum eru
hins vegar spákaupmenn sem hirða ekkert um grunnþætti á verðlagningu hlutabréfa
heldur fylgja ákveðnum straumi og veðja á að hann haldist óbreyttur. Slíkir fjárfestar eru
gjarnan kallaðir “noise traders”. Með auknum mun á milli skynsamlegrar verðlagningar
hlutabréfa fara vitrænir fjárfestar í meira mæli af markaðinum og mynda því ekki
almennilegt mótvægi við ofangreinda spákaupmenn. Því fer misvægi að myndast (og
aukast) á milli vitræns verðgildi hlutabréfa og þess gildis sem verið er að versla þau með.
Það er þó erfitt að aðgreina hvar mörkin liggja.
         Þeir vitrænu fjárfestar sem veðja gegn markaðinum þegar að slíkt misvægi er að
myndast geta brennt sig illilega á slíku, eins og gerðist oft á tíðum þegar að verðgildi
hátæknifyrirtækja fór í mörgum tilfellum langt yfir öll skynsemismörk. Horfandi upp á
marga vitræna fjárfesta tapa á slíkum stöðutökum þegar að netbólan var í algleymingi
fóru margir sjóðsstjórar að veðja á hlutabréf hátæknifyrirtækja þó svo að þeir teldu þau
vera of hátt verðlögð, einfaldlega til að geta hugsanlega hagnast á meira missamræmi í
markaðsvirði og nálgunnar á raunvirði. Niðurstaða LeRoy er að oft séu eignabólur því að
hluta til myndaðar af fjárfestum sem telja að hlutabréf séu of hátt verðlögð en kaupa þau
samt því þeir telja að misvægið á milli raunverulegs gildis þeirra og framtíðarvirði eiga
eftir að aukast enn frekar. Því séu eignabólur að hluta til oft vitrænar.
         LeRoy bendir á margvíslegar athyglisverðar staðreyndir. Greinin Rational
Exuberance skortir aftur á móti betra flæði; erfitt er á tíðum að átta sig á því hver stefnan
er í uppbyggingu greinarinnar sem dregur úr sannfæringarmætti í niðurstöðum. Á
fyrirlestri hans í vor sagði LeRoy að hann teldi að eignabólan árið 2000 hafi að stórum
hluta til verið vitræn. Það verður að segjast eins og er að flestir þeir sem unnu við
hlutabréf með einhverjum hætti á þeim tíma eru ósammála þeirri staðhæfingu. Það var
víðtæk skoðun að urmull tækifæra væru handan hornsins á nýju Microsoft-i eða
amazon.com, spurningin væri fyrst og fremst að ná að veðja á einhvern þann rétta hest.
Þeir sem ekki fylgdu þeim straumi voru stöðugt að halda andliti í andrúmslofti háðs
samstarfsmanna og ávítna viðskiptavina sem virtust vera að missa af lestinni. LeRoy
virðist í niðurstöðum sínum gera ráð fyrir að félagslegt umhverfi manna hafi takmörkuð
áhrif á skoðanir, hugsanir og aðgerðir þeirra.
         Lestur Rational Exuberance vekur aftur á móti spurningar um hvort LeRoy hafi
meira til síns máls varðandi íslenskan hlutabréfamarkað í dag. Flestar greiningardeildir
landsins hafa í nokkurn tíma bent á að gengi þeirra sé orðið hátt samkvæmt flestum
venjubundnum stöðlum. Margir telja þetta óraunhæfa þróun til lengri tíma en vilja samt
eiga hlutabréf á þeim forsendum að fá merki séu til staðar um að þau lækki í náinni
framtíð. Séu þau í raun hluti af eignabólu eru eigendur innlendra hlutabréfa að veðja á
auknu misvægi raunvirðis og framtíðarvirðis þeirra, sem myndar vitræna eignabólu.

       Birtist í Morgunblaðinu, 12.ágúst, 2004

Weitere ähnliche Inhalte

Andere mochten auch

Fisiologia muscular informatica
Fisiologia muscular informaticaFisiologia muscular informatica
Fisiologia muscular informaticapsepulveda9
 
Slides - Defesa TCC - Contos de Fadas
Slides - Defesa TCC - Contos de FadasSlides - Defesa TCC - Contos de Fadas
Slides - Defesa TCC - Contos de FadasCarlos Pessoa
 
What your Ring Reveals about you? “Infographic”
What your Ring Reveals about you? “Infographic”What your Ring Reveals about you? “Infographic”
What your Ring Reveals about you? “Infographic”classiccreations
 
limite-de-funciones-trigonometricas
 limite-de-funciones-trigonometricas limite-de-funciones-trigonometricas
limite-de-funciones-trigonometricassrapbrain
 
11000 questes comentadas col. passe em concursos
11000 questes comentadas   col. passe em concursos11000 questes comentadas   col. passe em concursos
11000 questes comentadas col. passe em concursosWalbergson Douglas
 
Comparaison CALYS PF FOD web
Comparaison CALYS PF FOD webComparaison CALYS PF FOD web
Comparaison CALYS PF FOD webMarco Terzi
 

Andere mochten auch (11)

Fisiologia muscular informatica
Fisiologia muscular informaticaFisiologia muscular informatica
Fisiologia muscular informatica
 
Mémoire
MémoireMémoire
Mémoire
 
Practica calificada n 02
Practica calificada n 02Practica calificada n 02
Practica calificada n 02
 
Slides - Defesa TCC - Contos de Fadas
Slides - Defesa TCC - Contos de FadasSlides - Defesa TCC - Contos de Fadas
Slides - Defesa TCC - Contos de Fadas
 
Arno's Vale EON event
Arno's Vale EON eventArno's Vale EON event
Arno's Vale EON event
 
What your Ring Reveals about you? “Infographic”
What your Ring Reveals about you? “Infographic”What your Ring Reveals about you? “Infographic”
What your Ring Reveals about you? “Infographic”
 
limite-de-funciones-trigonometricas
 limite-de-funciones-trigonometricas limite-de-funciones-trigonometricas
limite-de-funciones-trigonometricas
 
Article ITNation
Article ITNationArticle ITNation
Article ITNation
 
11000 questes comentadas col. passe em concursos
11000 questes comentadas   col. passe em concursos11000 questes comentadas   col. passe em concursos
11000 questes comentadas col. passe em concursos
 
52
5252
52
 
Comparaison CALYS PF FOD web
Comparaison CALYS PF FOD webComparaison CALYS PF FOD web
Comparaison CALYS PF FOD web
 

Mehr von Mar Wolfgang Mixa

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.docMar Wolfgang Mixa
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn Mar Wolfgang Mixa
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Mar Wolfgang Mixa
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Mar Wolfgang Mixa
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyMar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 

Mehr von Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

20040812 stephen le roy rational excuberance

  • 1. Rational Exuberance Stephen F. LeRoy Már Wolfgang Mixa Í vor kom Stephen F. LeRoy, prófessor við Háskólann í Kaliforníu, Santa Barbara, í heimsókn til Íslands í boði Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Hann hélt meðal annars fyrirlestur um grein sem hann var að leggja lokahönd. Titill greinarinnar, Rational Exuberance, (sjá http://econ.ucsb.edu/~sleroy/webpage/) sem lauslega útleggst á íslensku sem Vitræn ofurbjartsýni vísar í orðin Irrational Exuberance, eða Óvitræn ofurbjartsýni, sem Alan Greenspan gerði ódauðleg árið 1996 við lýsingu sinni á hugsanlegri ofurbjartsýni hlutabréfafjárfesta þess tíma og titil bókar Robert J. Shiller sem fjallar aðallega um félagslegar ástæður ofurbjartsýninnar sem ríkti við útgáfu hennar í mars árið 2000. LeRoy byrjar greinina á því að útlista hversu erfitt það getur verið að skilgreina raunvirði einhvers hlutar. Er það eðlilegt að frímerki sem að öllu jöfnu er metið á 37 cent sé 1.000 virði vegna mistaka í prentun þess? Ef virði gallaðs frímerkis getur orðið miklu meira en flestir telja sé innan ramma skynsamlegra marka, er það þar með sagt að slíkt geti átt sér stað með hlutabréf? Keðjubréf og svipaðar aðferðir, þar sem fjárfestar sem fyrir eru nýta sér nýja fjárfesta til að fá mikinn hagnað eru aðrar leiðir til að gera fjárfestingar eftirsóknarverðar. Þrátt fyrir að flestir eigi að átta sig á því að slíkt gangi ekki til lengdar, skilgreina flestir sem taka þátt í slíku það ekki frá raunverulega skynsömum fjárfestingum. Markmið greinar LeRoy er að koma með röksemdir um að eignabólur séu oft á tíðum líkleg skýring á miklu flökti eigna. LeRoy skoðar fyrst og fremst eignabólu hlutabréfa í tengslum við netbóluna og ber saman við margvísleg gögn áratugina þar áður. Niðurstöður greininga þeirra sem LeRoy notar gefa til kynna að hækkanir hlutabréfa síðari hluta tíunda áratugarins í Bandaríkjunum voru óvitrænar. Hann bendir þó á að enn er ekkert líkan fyrirliggjandi til að sannreyna slíkt og fáar megindlegar prófanir hafa átt sér stað til að greina á milli hækkana á eignum vegna eignabóla annars vegar og vegna annarra þátta hins vegar. Því er ávallt erfitt að slá því föstu fyrr en eftir að eignabóla hefur í raun átt sér stað. LeRoy bendir á að ein helsta réttlæting mikilla hækkana á gengi hlutabréfa síðari hluta tíunda áratugarins hafi legið í óvenju hárri framleiðniaukningu, sem þegar litið er til lengri tíma leiðir til hraðari aukningu hagnaðar. LeRoy spyr á móti hvað gæti skýrt hið mikla verðfall hlutabréfa í byrjun þessa áratugar í ljósi þess að samhliða lækkununum hélst aukning framleiðni áfram á afar háu róli. LeRoy vekur athygli á því að oft sé sagt að hlutabréf hækki oft í verði þegar að hlutfall fólks á miðjum aldri eykst. Hugmyndin á bakvið þá skýringu er að það er aldurinn þegar að fólk ver stærstum hluta fjármuna sinna í sparnað. LeRoy ber fram þá spurningu hvort skuldabréf hefðu ekki þá einnig átt að veita góða ávöxtun á ofangreindu tímabili, auk þess sem slík útskýring stoðar lítt við að finna svör við lækkun á gengi hlutabréfa í byrjun þessarar aldar. Eftir að hafa sýnt fram á hversu erfitt það er að skilgreina og útskýra ástæður eignabóla setur LeRoy fram tillögur að líkönum sem gætu að einhverju leyti skýrt slíkar aðstæður. Hann leitast við að aðgreina skilvirka markaði frá mörkuðum sem einkennast
  • 2. af eignabólum. Skilvirkur markaður er vitræn að því marki að þær upplýsingar sem fyrir liggja eru að mestu verðlagðar með vitrænum hætti í virði hlutabréfa. Á mörkuðum eru hins vegar spákaupmenn sem hirða ekkert um grunnþætti á verðlagningu hlutabréfa heldur fylgja ákveðnum straumi og veðja á að hann haldist óbreyttur. Slíkir fjárfestar eru gjarnan kallaðir “noise traders”. Með auknum mun á milli skynsamlegrar verðlagningar hlutabréfa fara vitrænir fjárfestar í meira mæli af markaðinum og mynda því ekki almennilegt mótvægi við ofangreinda spákaupmenn. Því fer misvægi að myndast (og aukast) á milli vitræns verðgildi hlutabréfa og þess gildis sem verið er að versla þau með. Það er þó erfitt að aðgreina hvar mörkin liggja. Þeir vitrænu fjárfestar sem veðja gegn markaðinum þegar að slíkt misvægi er að myndast geta brennt sig illilega á slíku, eins og gerðist oft á tíðum þegar að verðgildi hátæknifyrirtækja fór í mörgum tilfellum langt yfir öll skynsemismörk. Horfandi upp á marga vitræna fjárfesta tapa á slíkum stöðutökum þegar að netbólan var í algleymingi fóru margir sjóðsstjórar að veðja á hlutabréf hátæknifyrirtækja þó svo að þeir teldu þau vera of hátt verðlögð, einfaldlega til að geta hugsanlega hagnast á meira missamræmi í markaðsvirði og nálgunnar á raunvirði. Niðurstaða LeRoy er að oft séu eignabólur því að hluta til myndaðar af fjárfestum sem telja að hlutabréf séu of hátt verðlögð en kaupa þau samt því þeir telja að misvægið á milli raunverulegs gildis þeirra og framtíðarvirði eiga eftir að aukast enn frekar. Því séu eignabólur að hluta til oft vitrænar. LeRoy bendir á margvíslegar athyglisverðar staðreyndir. Greinin Rational Exuberance skortir aftur á móti betra flæði; erfitt er á tíðum að átta sig á því hver stefnan er í uppbyggingu greinarinnar sem dregur úr sannfæringarmætti í niðurstöðum. Á fyrirlestri hans í vor sagði LeRoy að hann teldi að eignabólan árið 2000 hafi að stórum hluta til verið vitræn. Það verður að segjast eins og er að flestir þeir sem unnu við hlutabréf með einhverjum hætti á þeim tíma eru ósammála þeirri staðhæfingu. Það var víðtæk skoðun að urmull tækifæra væru handan hornsins á nýju Microsoft-i eða amazon.com, spurningin væri fyrst og fremst að ná að veðja á einhvern þann rétta hest. Þeir sem ekki fylgdu þeim straumi voru stöðugt að halda andliti í andrúmslofti háðs samstarfsmanna og ávítna viðskiptavina sem virtust vera að missa af lestinni. LeRoy virðist í niðurstöðum sínum gera ráð fyrir að félagslegt umhverfi manna hafi takmörkuð áhrif á skoðanir, hugsanir og aðgerðir þeirra. Lestur Rational Exuberance vekur aftur á móti spurningar um hvort LeRoy hafi meira til síns máls varðandi íslenskan hlutabréfamarkað í dag. Flestar greiningardeildir landsins hafa í nokkurn tíma bent á að gengi þeirra sé orðið hátt samkvæmt flestum venjubundnum stöðlum. Margir telja þetta óraunhæfa þróun til lengri tíma en vilja samt eiga hlutabréf á þeim forsendum að fá merki séu til staðar um að þau lækki í náinni framtíð. Séu þau í raun hluti af eignabólu eru eigendur innlendra hlutabréfa að veðja á auknu misvægi raunvirðis og framtíðarvirðis þeirra, sem myndar vitræna eignabólu. Birtist í Morgunblaðinu, 12.ágúst, 2004