Diese Präsentation wurde erfolgreich gemeldet.
Wir verwenden Ihre LinkedIn Profilangaben und Informationen zu Ihren Aktivitäten, um Anzeigen zu personalisieren und Ihnen relevantere Inhalte anzuzeigen. Sie können Ihre Anzeigeneinstellungen jederzeit ändern.
Er Japan vanmetinn markaður eða þjóð í sálarkreppu?
                    Már Wolfgang Mixa

    Á s...
augljóslega miklu máli. Minni neysla leiðir til minni eftirspurnar eftir framleiðslu og þar af
leiðandi minni framleiðslu....
Nächste SlideShare
Wird geladen in …5
×

19970821 er japan vanmetinn markadur eda thjod í salarkreppu

365 Aufrufe

Veröffentlicht am

 • Als Erste(r) kommentieren

 • Gehören Sie zu den Ersten, denen das gefällt!

19970821 er japan vanmetinn markadur eda thjod í salarkreppu

 1. 1. Er Japan vanmetinn markaður eða þjóð í sálarkreppu? Már Wolfgang Mixa Á síðari hluta níunda áratugarins leit út fyrir að allt sem japanskir framkvæmdamenn snertu breyttist í gull. Efnahagslífið stóð í miklum blóma, Japanir voru fremstir á flestum sviðum tækniþróunar, svo útflutningur jókst mjög á þessu tímabili. Þá fjárfestu mörg japönsk fyrirtæki í erlendum og þá sérstaklega bandarískum fyrirtækjum. Mesta athygli vöktu kaup japanskra aðila á Columbia risanum og Rockefeller byggingunni. Margir héldu því fram að Japanir væru á góðri leið með að taka forystu í viðskiptalífinu í heiminum. Verðbréfamarkaðurinn í Japan tók mikla sveiflu uppávið samhliða þessari þróun. Velgengni hlutabréfamarkaðarins hér á Íslandi sl. ár á t.d. (ennþá a.m.k.) langt í land með að verða jafnmikil og gerðist í Japan á árunum 1985 til 1989. Á því tímabili rúmlega sexfaldaðist meðalávöxtun hlutabréfa, sem svarar til rúmlega 43% ársávöxtunar að meðaltali. Árið 1990 hjaðnaði loftbólan, og vísitala markaðarins snarféll næstu árin. Brestir komu í velgengni japanska efnahagslífsins. Hafa Bandaríkjamenn nú t.d. endurheimt forystuhlutverkið í efnahagslífi heimsins. Lengi vel sáust engin merki um að Japanir gætu endurheimt forystuna á nýsköpunar- og hagræðingarsviðinu svo nokkru næmi. Breytingar hafa hins vegar átt sér stað undanfarið. Dæmi um það er uppgangur fyrirtækja eins og Sony, Nintendo, og Toyota. Fyrir ári spáðu margir sérfræðingar því að mikill uppgangur væri í aðsigi í Japan og því væri landið ákjósanlegur fjárfestingarkostur. Þeir höfðu mikið til síns máls. Miðað við sl. 20 ár er markaðurinn í dag talinn vera vanmetinn um u.þ.b. 10% til 20% miðað við núverandi gengi (hefur hann þó skriðið talsvert upp undanfarna þrjá mánuði). Árið 1996 var mesti efnahagsvöxturinn í iðnríkjunum sjö í Japan. Hví hefur markaðurinn þá staðið í stað, jafnvel fallið? Þjóð í sálarkreppu Aðalástæðuna má rekja til sálarástands Japana sjálfra þessa dagana. Samkvæmt nýrri könnun telur vel yfir helmingur þjóðarinnar að framtíðarhorfur landsins séu slæmar, og aðeins fjórðungur telur að landið sé á réttri braut. Meginástæðan er sögð vera fjárlagahalli landsins undanfarin ár (Japanir virðast hafa meiri áhyggjur af því en Íslendingar!), sem m.a. leiddi til hækkunar söluskatts úr 3% í 5% í apríl á þessu ári. Aðrar efnahagsþrengingar hafa einnig haft áhrif á Japani. Nægir þar að nefna aukið atvinnuleysi og nýtilkomið öryggisleysi í starfi. Auk efnahagsþrenginga hafa Japanir þurft að glíma við atburði sem grafið hafa undan sjálfstrausti þeirra en höfðu áður notið áhyggjuleysis. Má þar nefna jarðskjálftann mikla í byrjun ársins 1995, eiturefnaárásir sértrúarsamtaka í neðanjarðarlestum Tókýóborgar og írafárið í kjölfar uppljóstrana um samtökin og síðar fall þeirra, stórfellda matareitrun sl. sumar og hneyksli sem heilbrigðisyfirvöld tengdust varðandi notkun eyðnismitaðs blóðs. Á þessu ári hafa blöð í Japan verið uppfull af fréttum um gíslatökuna í sendiráði Japans í Perú, banka og tryggingarfélög að fara á hausinn, og síðast en ekki síst hefur stærsta fjármálafyrirtæki Japans, Nomura, verið ákært fyrir mútugreiðslur. Voru þær greiðslur til svokallaðra sokaiya-braskara, sem hótuðu að "spyrja" óþægilegra spurninga á aðalfundi fyrirtækisins. Er þetta annað mútuhneyksli fyrirtækisins á aðeins 5 árum. Þetta hefur leitt til öryggisleysis hjá japönsku þjóðinni. Neysla hefur dregist mjög saman þrátt fyrir að meðaltekjur hafi aukist á sama tíma. Japanir kaupa því minna og spara meira samhliða því að tekjur þeirra aukast, augljóst merki um óöryggi þeirra varðandi framtíðina. Í Japan, þar sem 60% af þjóðarframleiðslu fara á innanlandsmarkað, skiptir samdráttur á neyslu
 2. 2. augljóslega miklu máli. Minni neysla leiðir til minni eftirspurnar eftir framleiðslu og þar af leiðandi minni framleiðslu. Breytt viðhorf nauðsyn Það er því nauðsynlegt fyrir Japani að breyta viðhorfum þjóðarinnar til framtíðar ef takast á að rífa efnahagslífið ekki bara upp úr öldudalnum, heldur koma því í svipað horf og það var fyrir u.þ.b. 10 árum. Þessar staðreyndir hafa ekki farið fram hjá stjórnvöldum. Þau hafa lofað meira aðhaldi að fyrirtækjum samhliða færri viðskiptahöftum til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja, sérstaklega innanlands. Þó ekki sé hægt að geta sér til um hversu varanlegt það er, þá þykir saksóknari ríkisstjórnarinnar t.d. hafa gengið óvenju hart fram í rannsókn sinni á hneykslinu hjá Nomura fjármálafyrirtækinu. Hafa stjórnvöld hætt öllum viðskiptum við Nomura þangað til tryggt sé að fyrirtækið hafi hreinsað til hjá sér. Nýlegt afnám margra hafta á tryggingamarkaði sem og í fjármálalífi á næstkomandi árum kemur til með að minnka samspil stjórnar og fyrirtækja í stefnumótun. Auk þess hafa stjórnvöld haldið vöxtum niðri. Ávöxtunarkrafan á 5 ára ríkisskuldabréfum er t.d. innan við 2%. Það gerir lántökur til nýsköpunar auðveldari innanlands. Helstu áhrif þess eru þó þær að jenið hefur ekki verið eins veikt í fjögur ár. Því er jenið ódýrara fyrir önnur lönd. Ekki er þessi vaxtastefna tilviljun. Til að auka bjartsýni innan þjóðfélagsins er nauðsynlegt að hækka laun og minnka atvinnuleysi. Þar sem neysla er nú minni innanlands, er nauðsynlegt fyrir Japani að auka útflutning. Veik staða jensins gerir útfluttar vörur ódýrari fyrir erlenda viðskiptavini og það hefur aukið eftirspurn eftir japönskum vörum, og samtímis minnkað eftirspurn innanlands eftir innfluttum vörum. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki sem byggja afkomu sína að miklu leyti á útflutningi hafa blómstrað undanfarið. Tilkynnt hefur verið um methagnað hjá mörgum þeirra fyrir síðasta ársuppgjör. Útflutningsfyrirtæki verða því að öllum líkindum sú vítamínsprauta sem gerir Japönum kleift að rétta úr kútnum efnahagslega. Því má gera ráð fyrir að japönsk stjórnvöld reyni hvað þau geta til að halda jeninu áfram veiku í ákveðinn tíma. Björt framtíð Fjárfestar, sem þessa dagana eru að spá í fjárfestingar í Japan, ættu því að beina athyglinni að útflutningsfyrirtækjum þeirra. Bæði virðist framtíð þeirra vera björt um þessar mundir, auk þess sem þau eiga eftir að hafa mest áhrif á afturbata japansks efnahagslífs. Undanfarið hafa hlutabréf hér á Íslandi verið á mikilli uppleið, þrátt fyrir þá leiðréttingu sem átti sér stað í maímánuði. Þessi hækkun hefur orðið samhliða góðærinu undanfarin ár og væntingum um að góðærið haldist næstu árin. Nauðsynlegt er að hafa reynslu Japana í huga þegar fjárfest er hér innanlands. Á tímum góðæris er vert að hafa í huga að flestar hlutabréfafjárfestingar eru hugsaðar til lengri tíma. Þegar verið er að taka mið af kennitölum er vert að gefa gaum að efnahagsástandi þess tíma, og hvort ætla megi að það ástand sé eðlilegt til margra ára. Þetta á ekki aðeins við þegar efnahagur, og þá oftast hlutabréf samhliða því, er í uppsveiflu. Eins og staðan er nú í Japan er ekki síður mikilvægt að hafa þetta atriði í huga þegar efnahagslífið er í lægð. Útlitið gæti virst dökkt, en hugsanlegt er að einmitt það stuðli að vanmetnum markaði og góðu kauptækifæri. Birt í Morgunblaðinu 8. ágúst, 1997.

×