SlideShare a Scribd company logo
1 of 1
Download to read offline
Where Are the Customer’s Yachts?
                                      Már Wolfgang Mixa

                                       Höfundur: Fred Schwed, Jr.
           “Eitt sinn í þá gömlu góðu daga, sem nú eru öllum gleymdir, var verið að sýna
utanbæjarmanni herlegheitin í fjármálahverfi New York-borgar. Þegar að fylkingin kom að
höfninni benti einn fylgdarmanna hans í átt að myndarlegum skipum sem lágu við akkeri og
tilkynnti stoltur: ‚Líttu á. Þetta eru skútur bankamannanna og verðbréfasalanna.’ ‚En hvar eru
skútur viðskiptavinanna?’, spurði þá hinn einfaldi gestur.”
           Þessi saga er lauslega þýdd úr formála bókarinnar Where Are the Customer´s Yachts –
or A Good Hard Look at Wall Street eftir Fred Schwed, Jr., en bókin dregur einmitt nafn sitt af
þessari klassísku sögu sem var þekkt löngu fyrir tíma bókarinnar. Formálin gefur tóninn af því
sem koma skal því skoplegu hliðarnar á starfsemi viðskiptabanka og eðli fjárfesta, með þó
alvarlegum undirtóni, er meginþungi umfjöllunar bókarinnar sem gerir hana fróðlega og einnig
afar skemmtilega aflestrar.
           Schwed hóf störf sem verðbréfasali á Wall Street árið 1927 og starfaði þar í rúmlega
fimmtán ár. Það mætti því með réttu fullyrða að hann hafi upplifað tímana tvenna, fyrst
uppganginn sem átti sér stað í þjóðarsál Bandaríkjanna sem endurspeglaðist í gífurlegum
hækkunum hlutabréfa á síðari hluta þriðja áratugarins og síðan kreppuna miklu í byrjun fjórða
áratugarins, sem leiddi til verðfalls á markaðsvirði jafnvel traustustu fyrirtækja um 80-90%.
Kannski einmitt vegna þessarar reynslu leggur Schwed áherslu á að fólk á Wall Street sé
mannlegra en oft er haldið fram. Þegar bjartsýni ríkir á mörkuðum, eru flestir
verðbréfamiðlarar jafnan tilbúnir til að mæla með hlutabréfum, en svo óheppilega vill til að
einmitt þá er gengi þeirra oftast á uppsprengdu verði. Síðan, jafnvel án fyrirvara, verða
aðstæður skyndilega óhagstæðari og gengi hlutabréfa hríðfellur. Á þeim tímapunkti fækkar
þeim hins vegar óðfluga sem treysta sér til að mæla með slíkum fjárfestingum, þrátt fyrir lágt
gengi á hlutabréfum. Hlutabréfasjóðir, afleiðuviðskipti og aðrar afurðir sem fjá rmálamarkaðir
bjóða upp á fá sinn skammt af gagnrýni í umfjöllun Schwed, sem inniheldur mörg
sannleikskornin. Eðli fjárfesta eru einnig gerð góð skil í bókinni, en Schwed líkir mörgum
þeirra við áhættuspilara, og bendir á máli sínu til stuðnings að það er miklu skemmtilegra að
kaupa og selja verðbréf í tíma og ótíma heldur en að fá jafna og trausta ávöxtun, þrátt fyrir að í
fyrri kostinum geti maður lent í að tapa stórum upphæðum. Schwed ber slíka lífsreynslu við
kynlíf, þeir sem hafa ekki upplifað það geta aldrei almennilega metið til fulls áhrif þess. Í því
tilliti vitnar Schwed í mann sem tapað hafði stórum upphæðum með lánsfé: „Þeir sögðu mér
að kaupa þessi hlutabréf til að ráðstafa þegar ég væri orðinn gamall. Það heppnaðist dásamlega.
Innan við viku var ég orðinn gamall maður.”
           Undir lok bókarinnar veitir Schwed ráðgjöf sem hann kallar „lítið og dásamlegt
heilræði,” og tekur sérstaklega fram að það sé ókeypis. Þetta er meðal betri heilræða sem til eru
varðandi fjárfestingar: „Í hvert sinn sem hlutabréfaæði á sér stað, og allir eru að leitast eftir
hlutabréfum, seldu öll þín hlutabréf. Taktu fjármunina af þeirri sölu og keyptu traust
skuldabréf. Það er enginn vafi á því að bréfin sem þú seldir eigi eftir að hækka í virði. Veittu
því enga athygli – bíddu einungis eftir kreppunni, sem kemur fyrr eða síðar. Þegar að kreppan –
eða taugastríðið – hefur náð varanlegri fótfestu út um víðan völl, seldu þá skuldabréfin (jafnvel
með tapi) og keyptu til baka hlutabréfin. Það er enginn vafi á því að hlutabréfin eiga eftir að
fara enn neðar. Aftur, ekki veita því neina athygli. Bíddu eftir næsta hlutabréfaæðinu.
Endurtaktu þessa aðferð svo lengi sem þú lifir og þú hefur þá ánægju að deyja í efnum.”
           Þessi aðferð er í eðli sínu afar einföld, en sálfræðilega nánast ómöguleg að framkvæma,
því hún krefst þess að synda á móti straumnum, svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Það er
hins vegar skemmst að minnast æðisins sem tengdist bréfum í tæknigeiranum en traust
ríkisskuldabréf þóttu almennt á sama tíma vera lítt eftirsóknarverð. Síðastliðin tvö ár hefur
gengi hlutabréfa í nánast öllum tæknifyrirtækjum hrunið en ríkisbréfin hafa sjaldan veitt jafn
góða ávöxtun. Sannleikurinn í háði Schwed á Wall Street er hinn sami í dag og hann var fyrir
rúmum sextíu árum; nöfnin og umgjörðin hafa breyst en mannlegt eðli er ávallt samt við sig.
           Birtist í Morgunblaðinu, 6.júní, 2002

More Related Content

Viewers also liked

Viewers also liked (18)

Tejidos vegetales 01a2
Tejidos vegetales 01a2Tejidos vegetales 01a2
Tejidos vegetales 01a2
 
Apendicitis
ApendicitisApendicitis
Apendicitis
 
Que es el arte
Que es el arteQue es el arte
Que es el arte
 
Ikt
IktIkt
Ikt
 
61
6161
61
 
Mustang Car
Mustang CarMustang Car
Mustang Car
 
Dental insurance
Dental insuranceDental insurance
Dental insurance
 
1exwkbk4
1exwkbk41exwkbk4
1exwkbk4
 
Dic metalúrgico inglês português. cópia cd1
Dic   metalúrgico inglês português. cópia cd1Dic   metalúrgico inglês português. cópia cd1
Dic metalúrgico inglês português. cópia cd1
 
Filadelfia y sus limites
Filadelfia y sus limitesFiladelfia y sus limites
Filadelfia y sus limites
 
Ppl2010 100426122916 Phpapp01
Ppl2010 100426122916 Phpapp01Ppl2010 100426122916 Phpapp01
Ppl2010 100426122916 Phpapp01
 
Placas tectonicas
Placas tectonicasPlacas tectonicas
Placas tectonicas
 
Mi Power Point
Mi Power PointMi Power Point
Mi Power Point
 
Aulas virtuales
Aulas virtualesAulas virtuales
Aulas virtuales
 
Rapport_annuel_COMPAGNIE_F_2012-2013
Rapport_annuel_COMPAGNIE_F_2012-2013Rapport_annuel_COMPAGNIE_F_2012-2013
Rapport_annuel_COMPAGNIE_F_2012-2013
 
Dsc 4329 Watermarked
Dsc 4329 WatermarkedDsc 4329 Watermarked
Dsc 4329 Watermarked
 
Crokis mejor
Crokis mejorCrokis mejor
Crokis mejor
 
Redes sociales johoana
Redes  sociales johoanaRedes  sociales johoana
Redes sociales johoana
 

More from Mar Wolfgang Mixa

Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Mar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
Mar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
Mar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
Mar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
Mar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
Mar Wolfgang Mixa
 

More from Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

20020606 where are the customer´s yachts

  • 1. Where Are the Customer’s Yachts? Már Wolfgang Mixa Höfundur: Fred Schwed, Jr. “Eitt sinn í þá gömlu góðu daga, sem nú eru öllum gleymdir, var verið að sýna utanbæjarmanni herlegheitin í fjármálahverfi New York-borgar. Þegar að fylkingin kom að höfninni benti einn fylgdarmanna hans í átt að myndarlegum skipum sem lágu við akkeri og tilkynnti stoltur: ‚Líttu á. Þetta eru skútur bankamannanna og verðbréfasalanna.’ ‚En hvar eru skútur viðskiptavinanna?’, spurði þá hinn einfaldi gestur.” Þessi saga er lauslega þýdd úr formála bókarinnar Where Are the Customer´s Yachts – or A Good Hard Look at Wall Street eftir Fred Schwed, Jr., en bókin dregur einmitt nafn sitt af þessari klassísku sögu sem var þekkt löngu fyrir tíma bókarinnar. Formálin gefur tóninn af því sem koma skal því skoplegu hliðarnar á starfsemi viðskiptabanka og eðli fjárfesta, með þó alvarlegum undirtóni, er meginþungi umfjöllunar bókarinnar sem gerir hana fróðlega og einnig afar skemmtilega aflestrar. Schwed hóf störf sem verðbréfasali á Wall Street árið 1927 og starfaði þar í rúmlega fimmtán ár. Það mætti því með réttu fullyrða að hann hafi upplifað tímana tvenna, fyrst uppganginn sem átti sér stað í þjóðarsál Bandaríkjanna sem endurspeglaðist í gífurlegum hækkunum hlutabréfa á síðari hluta þriðja áratugarins og síðan kreppuna miklu í byrjun fjórða áratugarins, sem leiddi til verðfalls á markaðsvirði jafnvel traustustu fyrirtækja um 80-90%. Kannski einmitt vegna þessarar reynslu leggur Schwed áherslu á að fólk á Wall Street sé mannlegra en oft er haldið fram. Þegar bjartsýni ríkir á mörkuðum, eru flestir verðbréfamiðlarar jafnan tilbúnir til að mæla með hlutabréfum, en svo óheppilega vill til að einmitt þá er gengi þeirra oftast á uppsprengdu verði. Síðan, jafnvel án fyrirvara, verða aðstæður skyndilega óhagstæðari og gengi hlutabréfa hríðfellur. Á þeim tímapunkti fækkar þeim hins vegar óðfluga sem treysta sér til að mæla með slíkum fjárfestingum, þrátt fyrir lágt gengi á hlutabréfum. Hlutabréfasjóðir, afleiðuviðskipti og aðrar afurðir sem fjá rmálamarkaðir bjóða upp á fá sinn skammt af gagnrýni í umfjöllun Schwed, sem inniheldur mörg sannleikskornin. Eðli fjárfesta eru einnig gerð góð skil í bókinni, en Schwed líkir mörgum þeirra við áhættuspilara, og bendir á máli sínu til stuðnings að það er miklu skemmtilegra að kaupa og selja verðbréf í tíma og ótíma heldur en að fá jafna og trausta ávöxtun, þrátt fyrir að í fyrri kostinum geti maður lent í að tapa stórum upphæðum. Schwed ber slíka lífsreynslu við kynlíf, þeir sem hafa ekki upplifað það geta aldrei almennilega metið til fulls áhrif þess. Í því tilliti vitnar Schwed í mann sem tapað hafði stórum upphæðum með lánsfé: „Þeir sögðu mér að kaupa þessi hlutabréf til að ráðstafa þegar ég væri orðinn gamall. Það heppnaðist dásamlega. Innan við viku var ég orðinn gamall maður.” Undir lok bókarinnar veitir Schwed ráðgjöf sem hann kallar „lítið og dásamlegt heilræði,” og tekur sérstaklega fram að það sé ókeypis. Þetta er meðal betri heilræða sem til eru varðandi fjárfestingar: „Í hvert sinn sem hlutabréfaæði á sér stað, og allir eru að leitast eftir hlutabréfum, seldu öll þín hlutabréf. Taktu fjármunina af þeirri sölu og keyptu traust skuldabréf. Það er enginn vafi á því að bréfin sem þú seldir eigi eftir að hækka í virði. Veittu því enga athygli – bíddu einungis eftir kreppunni, sem kemur fyrr eða síðar. Þegar að kreppan – eða taugastríðið – hefur náð varanlegri fótfestu út um víðan völl, seldu þá skuldabréfin (jafnvel með tapi) og keyptu til baka hlutabréfin. Það er enginn vafi á því að hlutabréfin eiga eftir að fara enn neðar. Aftur, ekki veita því neina athygli. Bíddu eftir næsta hlutabréfaæðinu. Endurtaktu þessa aðferð svo lengi sem þú lifir og þú hefur þá ánægju að deyja í efnum.” Þessi aðferð er í eðli sínu afar einföld, en sálfræðilega nánast ómöguleg að framkvæma, því hún krefst þess að synda á móti straumnum, svo mánuðum og jafnvel árum skiptir. Það er hins vegar skemmst að minnast æðisins sem tengdist bréfum í tæknigeiranum en traust ríkisskuldabréf þóttu almennt á sama tíma vera lítt eftirsóknarverð. Síðastliðin tvö ár hefur gengi hlutabréfa í nánast öllum tæknifyrirtækjum hrunið en ríkisbréfin hafa sjaldan veitt jafn góða ávöxtun. Sannleikurinn í háði Schwed á Wall Street er hinn sami í dag og hann var fyrir rúmum sextíu árum; nöfnin og umgjörðin hafa breyst en mannlegt eðli er ávallt samt við sig. Birtist í Morgunblaðinu, 6.júní, 2002