SlideShare ist ein Scribd-Unternehmen logo
1 von 2
Downloaden Sie, um offline zu lesen
Útlit fjárfestinga í Bandaríkjunum í ár
                                         Már Wolfgang Mixa

         Síðastliðin tvö ár hefur íslenski verðbréfamarkaðurinn sýnt sérstaklega góða afkomu. Sá
gífurlega mikli hagnaður sem orðið hefur til á þessu tímabili, sá mesti í heiminum, getur
augljóslega ekki haldið áfram í sama mæli. Samhliða minni skattafrádrætti vegna íslenskra
fjárfestinga er líklegt að fjárfestar fari að huga meira að áhættudreifingu, og þá að stórum hluta
til í formi erlendra fjárfestinga. Rökrétt þykir að beina athyglinni fyrst að bandaríska
verðbréfamarkaðinum, enda er hann langstærsti verðbréfamarkaður heimsins.
         Enda þótt bandaríski verðbréfamarkaðurinn hafi ekki sýnt alveg jafnglæsilegan árangur á
sama tímabili, hefur frammistaða markaðarins þar sjaldan verið jafngóð á einu tveggja ára
tímabili og sl. tvö ár. Efnahagur beggja þjóða hefur verið í stöðugri uppsveiflu á þessu tímabili,
og samkvæmt flestum spám er búist við svipaðri aukningu á hagvexti í báðum löndum næstu ár.
Það mætti e.t.v. ætla að mismunurinn á hækkun hlutabréfa á milli þessara landa sé a.m.k. að
hluta til vegna þess að íslenski verðbréfamarkaðurinn hafi þróast mjög ört á þessu tímabili, en sá
bandaríski byggist að sjálfsögðu á langri sögu.

        Í Bandaríkjunum eru sumir fjárfestar farnir að hafa áhyggjur af því að
verðbréfamarkaðurinn sé ofmetinn, enda er þetta næstlengsta tímabil sem markaðurinn þar hefur
gengið án langvarandi lægðar eða hruns. Svipaðar áhyggjur áttu sér stað sl. sumar þegar
markaðurinn sveiflaðist töluvert niðurávið. Ýmsir fjármálasérfræðingar spáðu því jafnvel þá að
markaðshrun væri í aðsigi. Síðan hefur markaðurinn hinsvegar farið upp um meira en 20%.
Þar kemur aðallega tvennt til. Langflestar rekstrartölur fyrirtækja, sem og almennar hagtölur,
hafa staðist eða farið fram úr björtustu vonum. Auk þess voru kosningaúrslitin í Bandaríkjunum í
byrjun nóvember mjög að skapi fjárfesta. Efnahagur Bandaríkjanna hefur staðið í blóma í tíð
Clintons. Þá þykir það almennt boða gott fyrir efnahaginn að repúblikanar eru með meirihluta í
bæði fulltrúa- og öldungadeildinni. Þetta samspil milli forsetavalds og þingvalds þykir lofa góðu;
þegar horft er um öxl sést að vextir eru almennt lægri þegar repúblikanar hafa sterk ítök á þingi,
og ólíkt því sem margir halda, þá hefur verðbréfamarkaður Bandaríkjanna átt meiri velgengni að
fagna í tíð demókrataforseta. Enda kom það á daginn strax í kjölfar kosninganna í
nóvemberbyrjun, að vextir féllu og verðbréfamarkaðurinn tók stórt stökk uppá við. Spurningin
núna er; hvernig mun markaðnum vegna í ár eftir þessar miklu hækkanir?

        Sérfræðispár lofa almennt góðu ári, en þó ekki í samanburði við síðastliðin tvö ár. Flestar
spátölur um markaðshækkun eru á bilinu 10-14% markaðshækkun. Samkvæmt því fer Dow
Jones vísitalan yfir 7.000 stig einhvern tíma á seinni helmingi þessa árs. Það er hinsvegar á
þessum síðari helmingi ársins sem margir spá að óstöðugleiki á markaðnum gæti farið að
myndast, samhliða hugsanlegum vaxtahækkunum.
Aðalástæðan fyrir því að spáð er áframhaldandi góðu gengi er að ekki er útlit fyrir að breytinga
sé að vænta á stöðugleika efnahagslífsins. Hagvöxtur mun líklega aukast ögn meira, aðallega
vegna áframhaldandi velgengni tölvuiðnaðarins, orkuiðnaðar, og aukningar á útflutningi. Þótt
spáð sé 0,5% vaxtahækkun á árinu, er ekki talið að það hafi róttæk áhrif á efnahagslífið,
sérstaklega ef slík hækkun dreifist jafnt yfir árið. Margir hafa reyndar meiri áhyggjur af því að
vaxtahækkun verði ekki nógu mikil, slíkt myndi skapa aðstæður fyrir ofþenslu í hagvexti.
        Tveir aðrir þættir eru taldir munu halda vextinum á verðbréfamarkaðinum í
Bandaríkjunum stöðugum. Í fyrsta lagi eru margir fjárfestar með fastar lífeyrissjóðsgreiðslur
(svokallaðar 401(k) greiðslur, í formi reglulegs frádráttar á launum, en fjárfestar hafa í flestum
tilvikum marga kosti varðandi sínar eigin lífeyrissjóðs fjárfestingar) í gegnum fyrirtækin sem
þeir vinna hjá. Undanfarin tvö ár hefur stór hópur þessara fjárfesta horft uppá
skuldabréfafjárfestingar (stöðug, en óverðtryggð, afkoma af fjárfestingum) sínar veita miklu
minni gróða en flestar hlutabréfafjárfestingar sem þeim hafa staðið til boða. Talið er líklegt að
stór fjöldi þessa hóps auki hlutfall sitt í hlutabréfakaupum á þessu ári í ljósi undanfarinnar
velgengni hlutabréfamarkaðarins. Slíkt leiðir sjálfkrafa til meiri eftirspurnar á þeim vettvangi,
sem ýtir verði hlutabréfa upp.
         Í öðru lagi eru taldar miklar líkur á því að skattar af söluhagnaði hlutabréfaviðskipta
(capital-gains) verði lækkaðir á þessu ári. Slík breyting á skattalöggjöf myndi auka verðgildi
hlutabréfa, svipað því að fá skattaafslátt. Samhliða því ykist verðgildi hlutabréfa umfram
skuldabréfa, sem lytu óbreytri skattalöggjöf. Slík breyting leiðir því til meiri eftirspurnar á
hlutabréfum, en hinsvegar minni eftirspurnar á skuldabréfum.

         Líklegt þykir að mest gróska verði í viðskiptum með hlutabréf smærri fyrirtækja,
sérstaklega fyrirtækja í tækniiðnaði. Þar þykir vera nægjanlegt rými fyrir vexti næstu mánuðina.
Auk þess myndi hugsanleg ofangreind breyting á skattalöggjöf gagnast fjárfestum mest í
fjárfestingum í smærri fyrirtækjum, sem búa yfir möguleikum á að stækka (sem að öllu jöfnu yki
verðgildi verðbréfa þeirra) frekar en í stórum stöndugum fyrirtækjum, þar sem stór hluti
hagnaðar felst í arðgreiðslum. Vaxtaaukning hefði hinsvegar meiri áhrif á smærri fyrirtæki, sem
eru viðkvæmari fyrir vaxtahækkunum á lánum til eflingar þeirra. Þær vaxtahækkanir sem spáð
hefur verið, auk óróleika er gæti farið að myndast um miðbik ársins, leiða þá líklegast til
aukinnar fjárfestingar á ný í verðbréfum stærstu fyrirtækjanna, jafnvel í skuldabréfum.
Samkvæmt þessu virðist núna í ársbyrjun rétt að dreifa fjárfestingum meira á smærri fyrirtæki, en
fjárfesta engu að síður ákveðið hlutfall í sumum þeim 30 fyrirtækja sem mynda Dow Jones
vísitöluna (flest stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna). Endurmeta þyrfti síðan stöðuna í framhaldi af
þróunum á skattalöggjöf, vaxtabreytingum, almennum efnahagsbreytingum, og breytingum á
verðbréfamörkuðunum sjálfum.

       Birt í Morgunblaðinu 6. febrúar, 1997.

Weitere ähnliche Inhalte

Andere mochten auch

Andere mochten auch (16)

Rafaedrien
RafaedrienRafaedrien
Rafaedrien
 
topaztower2floor1.jpg
topaztower2floor1.jpgtopaztower2floor1.jpg
topaztower2floor1.jpg
 
Test
TestTest
Test
 
Trabajo 3
Trabajo 3Trabajo 3
Trabajo 3
 
Brief Viewpoint demo
Brief Viewpoint demoBrief Viewpoint demo
Brief Viewpoint demo
 
01sapphire.jpg
01sapphire.jpg01sapphire.jpg
01sapphire.jpg
 
Dia internacional da mulher dieta da lua
Dia internacional da mulher dieta da luaDia internacional da mulher dieta da lua
Dia internacional da mulher dieta da lua
 
11
1111
11
 
Mustang Car
Mustang CarMustang Car
Mustang Car
 
Tasca 5
Tasca 5Tasca 5
Tasca 5
 
apartment.vn-luxury
apartment.vn-luxuryapartment.vn-luxury
apartment.vn-luxury
 
Http
HttpHttp
Http
 
Noa shmueli el trabajo de mi mamá
Noa shmueli   el trabajo de mi mamáNoa shmueli   el trabajo de mi mamá
Noa shmueli el trabajo de mi mamá
 
Araztegiaren usaina karrantzan
Araztegiaren usaina karrantzanAraztegiaren usaina karrantzan
Araztegiaren usaina karrantzan
 
Intro to inquiry
Intro to inquiryIntro to inquiry
Intro to inquiry
 
US8131248[1]
US8131248[1]US8131248[1]
US8131248[1]
 

Mehr von Mar Wolfgang Mixa

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.docMar Wolfgang Mixa
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn Mar Wolfgang Mixa
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Mar Wolfgang Mixa
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Mar Wolfgang Mixa
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyMar Wolfgang Mixa
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonMar Wolfgang Mixa
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...Mar Wolfgang Mixa
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...Mar Wolfgang Mixa
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland Mar Wolfgang Mixa
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinMar Wolfgang Mixa
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Mar Wolfgang Mixa
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeMar Wolfgang Mixa
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lanMar Wolfgang Mixa
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebookMar Wolfgang Mixa
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaMar Wolfgang Mixa
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Mar Wolfgang Mixa
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóðMar Wolfgang Mixa
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækjaMar Wolfgang Mixa
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...Mar Wolfgang Mixa
 

Mehr von Mar Wolfgang Mixa (20)

20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
20090225 adskilnadur fjarmalathjonustu.doc
 
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn 2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
2022 04 12 Nefndasvið Alþingis fyrsta íbúð leigendur umsögn
 
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst: Tvísýnleiki og upplifun leigjenda...
 
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
Sól og sandur ferðir íslendinga til kanaríeyja loftsdóttir arnardóttir mixa g...
 
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden moneyNations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
Nations of bankers and brexiteers - nationalism and hidden money
 
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenonThe opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
The opening of Costco in Iceland: Unexpected meanings of globalized phenomenon
 
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND   INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
THE ICELANDIC BUBBLE AND BEYOND INVESTMENT LESSONS FROM HISTORY AND CULTURA...
 
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...The Icelandic bubble and beyond   investment lessons from history and cultura...
The Icelandic bubble and beyond investment lessons from history and cultura...
 
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland Individualistic Vikings: Culture, Economics  and Iceland
Individualistic Vikings: Culture, Economics and Iceland
 
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árinLífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
Lífeyrissjóðir – helstu mál á dagskrá næstu árin
 
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
Learning from the worst behaved icelands financial crisis and nordic comparis...
 
Exista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right timeExista Right place waiting for the right time
Exista Right place waiting for the right time
 
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan2011 05 23 (o)verdtryggd lan
2011 05 23 (o)verdtryggd lan
 
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
20110126 hrun ibudarhusnaedi og facebook
 
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla NorðurlandannaÁfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
Áfram á rauðu ljósi - Fjármálahrunið á Íslandi og reynsla Norðurlandanna
 
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
Lanareiknir verdtryggd overdtryggd samanburdur og raungreidslur 20101208
 
20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð20101126 saga um skulduga þjóð
20101126 saga um skulduga þjóð
 
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
20101110 skilgreining á hlutverkum banka og fyrirtækja
 
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
20100929 vr skyrsla f milligongu stofnun um fjarmalalaesi verdtrygging fjarsk...
 
20090831 hvað er
20090831 hvað er20090831 hvað er
20090831 hvað er
 

19970206 utlit fjarfestinga í bandarikjunum i ar

  • 1. Útlit fjárfestinga í Bandaríkjunum í ár Már Wolfgang Mixa Síðastliðin tvö ár hefur íslenski verðbréfamarkaðurinn sýnt sérstaklega góða afkomu. Sá gífurlega mikli hagnaður sem orðið hefur til á þessu tímabili, sá mesti í heiminum, getur augljóslega ekki haldið áfram í sama mæli. Samhliða minni skattafrádrætti vegna íslenskra fjárfestinga er líklegt að fjárfestar fari að huga meira að áhættudreifingu, og þá að stórum hluta til í formi erlendra fjárfestinga. Rökrétt þykir að beina athyglinni fyrst að bandaríska verðbréfamarkaðinum, enda er hann langstærsti verðbréfamarkaður heimsins. Enda þótt bandaríski verðbréfamarkaðurinn hafi ekki sýnt alveg jafnglæsilegan árangur á sama tímabili, hefur frammistaða markaðarins þar sjaldan verið jafngóð á einu tveggja ára tímabili og sl. tvö ár. Efnahagur beggja þjóða hefur verið í stöðugri uppsveiflu á þessu tímabili, og samkvæmt flestum spám er búist við svipaðri aukningu á hagvexti í báðum löndum næstu ár. Það mætti e.t.v. ætla að mismunurinn á hækkun hlutabréfa á milli þessara landa sé a.m.k. að hluta til vegna þess að íslenski verðbréfamarkaðurinn hafi þróast mjög ört á þessu tímabili, en sá bandaríski byggist að sjálfsögðu á langri sögu. Í Bandaríkjunum eru sumir fjárfestar farnir að hafa áhyggjur af því að verðbréfamarkaðurinn sé ofmetinn, enda er þetta næstlengsta tímabil sem markaðurinn þar hefur gengið án langvarandi lægðar eða hruns. Svipaðar áhyggjur áttu sér stað sl. sumar þegar markaðurinn sveiflaðist töluvert niðurávið. Ýmsir fjármálasérfræðingar spáðu því jafnvel þá að markaðshrun væri í aðsigi. Síðan hefur markaðurinn hinsvegar farið upp um meira en 20%. Þar kemur aðallega tvennt til. Langflestar rekstrartölur fyrirtækja, sem og almennar hagtölur, hafa staðist eða farið fram úr björtustu vonum. Auk þess voru kosningaúrslitin í Bandaríkjunum í byrjun nóvember mjög að skapi fjárfesta. Efnahagur Bandaríkjanna hefur staðið í blóma í tíð Clintons. Þá þykir það almennt boða gott fyrir efnahaginn að repúblikanar eru með meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeildinni. Þetta samspil milli forsetavalds og þingvalds þykir lofa góðu; þegar horft er um öxl sést að vextir eru almennt lægri þegar repúblikanar hafa sterk ítök á þingi, og ólíkt því sem margir halda, þá hefur verðbréfamarkaður Bandaríkjanna átt meiri velgengni að fagna í tíð demókrataforseta. Enda kom það á daginn strax í kjölfar kosninganna í nóvemberbyrjun, að vextir féllu og verðbréfamarkaðurinn tók stórt stökk uppá við. Spurningin núna er; hvernig mun markaðnum vegna í ár eftir þessar miklu hækkanir? Sérfræðispár lofa almennt góðu ári, en þó ekki í samanburði við síðastliðin tvö ár. Flestar spátölur um markaðshækkun eru á bilinu 10-14% markaðshækkun. Samkvæmt því fer Dow Jones vísitalan yfir 7.000 stig einhvern tíma á seinni helmingi þessa árs. Það er hinsvegar á þessum síðari helmingi ársins sem margir spá að óstöðugleiki á markaðnum gæti farið að myndast, samhliða hugsanlegum vaxtahækkunum. Aðalástæðan fyrir því að spáð er áframhaldandi góðu gengi er að ekki er útlit fyrir að breytinga sé að vænta á stöðugleika efnahagslífsins. Hagvöxtur mun líklega aukast ögn meira, aðallega vegna áframhaldandi velgengni tölvuiðnaðarins, orkuiðnaðar, og aukningar á útflutningi. Þótt spáð sé 0,5% vaxtahækkun á árinu, er ekki talið að það hafi róttæk áhrif á efnahagslífið, sérstaklega ef slík hækkun dreifist jafnt yfir árið. Margir hafa reyndar meiri áhyggjur af því að vaxtahækkun verði ekki nógu mikil, slíkt myndi skapa aðstæður fyrir ofþenslu í hagvexti. Tveir aðrir þættir eru taldir munu halda vextinum á verðbréfamarkaðinum í Bandaríkjunum stöðugum. Í fyrsta lagi eru margir fjárfestar með fastar lífeyrissjóðsgreiðslur (svokallaðar 401(k) greiðslur, í formi reglulegs frádráttar á launum, en fjárfestar hafa í flestum tilvikum marga kosti varðandi sínar eigin lífeyrissjóðs fjárfestingar) í gegnum fyrirtækin sem þeir vinna hjá. Undanfarin tvö ár hefur stór hópur þessara fjárfesta horft uppá skuldabréfafjárfestingar (stöðug, en óverðtryggð, afkoma af fjárfestingum) sínar veita miklu
  • 2. minni gróða en flestar hlutabréfafjárfestingar sem þeim hafa staðið til boða. Talið er líklegt að stór fjöldi þessa hóps auki hlutfall sitt í hlutabréfakaupum á þessu ári í ljósi undanfarinnar velgengni hlutabréfamarkaðarins. Slíkt leiðir sjálfkrafa til meiri eftirspurnar á þeim vettvangi, sem ýtir verði hlutabréfa upp. Í öðru lagi eru taldar miklar líkur á því að skattar af söluhagnaði hlutabréfaviðskipta (capital-gains) verði lækkaðir á þessu ári. Slík breyting á skattalöggjöf myndi auka verðgildi hlutabréfa, svipað því að fá skattaafslátt. Samhliða því ykist verðgildi hlutabréfa umfram skuldabréfa, sem lytu óbreytri skattalöggjöf. Slík breyting leiðir því til meiri eftirspurnar á hlutabréfum, en hinsvegar minni eftirspurnar á skuldabréfum. Líklegt þykir að mest gróska verði í viðskiptum með hlutabréf smærri fyrirtækja, sérstaklega fyrirtækja í tækniiðnaði. Þar þykir vera nægjanlegt rými fyrir vexti næstu mánuðina. Auk þess myndi hugsanleg ofangreind breyting á skattalöggjöf gagnast fjárfestum mest í fjárfestingum í smærri fyrirtækjum, sem búa yfir möguleikum á að stækka (sem að öllu jöfnu yki verðgildi verðbréfa þeirra) frekar en í stórum stöndugum fyrirtækjum, þar sem stór hluti hagnaðar felst í arðgreiðslum. Vaxtaaukning hefði hinsvegar meiri áhrif á smærri fyrirtæki, sem eru viðkvæmari fyrir vaxtahækkunum á lánum til eflingar þeirra. Þær vaxtahækkanir sem spáð hefur verið, auk óróleika er gæti farið að myndast um miðbik ársins, leiða þá líklegast til aukinnar fjárfestingar á ný í verðbréfum stærstu fyrirtækjanna, jafnvel í skuldabréfum. Samkvæmt þessu virðist núna í ársbyrjun rétt að dreifa fjárfestingum meira á smærri fyrirtæki, en fjárfesta engu að síður ákveðið hlutfall í sumum þeim 30 fyrirtækja sem mynda Dow Jones vísitöluna (flest stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna). Endurmeta þyrfti síðan stöðuna í framhaldi af þróunum á skattalöggjöf, vaxtabreytingum, almennum efnahagsbreytingum, og breytingum á verðbréfamörkuðunum sjálfum. Birt í Morgunblaðinu 6. febrúar, 1997.