SlideShare ist ein Scribd-Unternehmen logo
1 von 28
Downloaden Sie, um offline zu lesen
Hús með sál I Hannesarholt, Grundarstíg 10, 105 Reykjavík
Grundarstígur 10, Haust 2009
Bygging HÚSSINS Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands Húsið teiknaði Benedikt Jónasson verkfræðingur Húsið er voldugt tvílyft steinhús með mansardþaki, hátt til lofts og fallega skreyttir gipslistar í kverkum og í kringum ljósakrónur. Húsið er meðal 15 elstu steinhúsa í Reykjavík og var byggt í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum árið 1915.
Eigendur frá upphafi Hannes Hafstein fyrrv. ráðherra Lét smíða húsið og flutti inn í október 1915, þá ekkjumaður, ásamt fjölskyldu sinni.  Magnús Pétursson bæjarlæknir Keypti húsið 1923 eftir andlát Hannesar (des. 1922). Helgi Guðbrandsson sjómaður frá Akranesi og Guðrún Illugadóttir ásamt börnum sínum Fjölskyldan keypti húsið 1928 – húsið í eigu ýmissa fjölskyldumeðlima til ársins 2007. Ragnheiður J. Jónsdóttir og Arnór Víkingsson  Keyptu húsið í des. 2007
Hannes hafstein
Magnús Pétursson bæjarlæknir Magnús Pétursson (1881 – 1959) var læknir í Stranda-héraði 1909 - 1923 og gerðist þingmaður þess 1914 - 1923. Hann tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni og var formaður fullveldisnefndar sem starfaði milli þinga 1917 - 18. Hann var einnig í milliþinganefnd um berklavarnir og stóð m.a. ásamt öðrum að frumvarpi varðandi berklavarnir sem var stærra spor en annars staðar þekktist þó ekki næði allt í því fram að ganga. Magnús tók við embætti bæjarlæknis í Rvík 1922 og síðan héraðslæknis (embættin sameinuð 1932) til 1949. Magnús var tvíkvæntur og missti fyrri konu sína 1914. Þau áttu saman Pétur lækni sem lést 1949. Seinni kona hans var Kristín Guðlaugsdóttir. Þau eignuðust 4 börn en eitt þeirra, Anna, lést 1947.
Helgi og Guðrún Guðrún Illugadóttir (1869-1944) og Helgi Guðbrandsson (1864-1945) með tólf af þrettán börnum sínum. Myndin er tekin á árunum 1912 eða 1913 en fjölskyldan flutti á Grundarstíg 10  árið 1928.
Gengið um Húsið Við hefjum skoðunarferðina í kjallaranum. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris.
Í kjallaranum voru oftast leigð út tvö herbergi.  Þar höfðu ýmsir aðsetur í gegnum tíðina. T.d.  ,[object Object]
Efnagerð Friðriks Magnússonar
Stefán nokkur málari hafði aðstöðu fyrir ýmislegt. dót,
Myndlistardeild frá Myndlista- og handíðaskólanum, Grundarstíg 2
Stefán Rafn fornbókasali hafði bókasafn sitt þarna.
Keramikverkstæði  var þarna um árabil.Kjallarinn
Upphaflega var skrifstofa Hannesar Hafstein íÍ forstofuherberginu (til hægri þegar gengið er inn á 1. hæð). Síðari eigendur (börn Helga),  Anna Helgadóttir og Einar M. Einarsson leigðu þetta  herbergi út um árabil. Leigjendurnir voru gjarnan nokkuð þekktir einstaklingar en kannski ekki alltaf fyrirmyndarleigjendur...  Eftir að Anna lauk námi sem snyrtifræðingur (líklega með þeim fyrstu sem það gerði hér) var hún með snyrtistofu í herberginu í mörg ár. 1. Hæðin - Forstofuherbergi
1. Hæð - Svefnherbergi Hannesar Í þessu herbergi við hliðina á forstofuherberginu (forðum skrifstofu Hannesar o.fl.) var svefnherbergi Hannesar og hérna lést hann 13. desember 1922. Úr þessu herbergi er innangengt bæði í forstofuherbergið og dagsstofuna.
“Hvíta stofan” var dagstofa og vinstra megin við þennan glugga stóð í mörg ár píanó á meðan fjölskylda Helga og Guðrúnar bjó þarna.  Á þeim árum var oft mikill glaumur og gleði í húsinu – mikið spilað og sungið. Margir úr fjölskyldunni gátu gripið í hljóðfæri og spilað.  Úr þessari stofu var gengið inn í svefnherbergi Hannesar. 1. Hæð - dagstofa
Þessi “rauða” stofa var í áraraðir notuð sem borðstofa, líklega alveg frá tíma Hannesar Hafstein og fjölskyldu. Undir parketinu sem nú er á stofunni ku leynast lítill “bjöllupedall” sem notaður var til að kalla á vinnukonurnar... 1. Hæð - borðstofa
Eldhúsið var  lengst af mun minna – baðherbergið náði lengra inn í eldhúsið og það var í raun passlegt fyrir tvær manneskjur. Því var  hinsvegar breytt fyrir all nokkrum árum síðan þegar sett var sturta á baðið í stað baðkars og  eldhúsið stækkað að sama skapi. 1. Hæð - Eldhúsið
Gengið upp á aðra hæð Takið eftir litaða glerinu í gluggunum við stigann – áður fyrr voru fleiri rúður litaðar en líkast til ekki alltaf einfalt að fá litað gler ef eitthvað kom upp á.
Eldhúsið á 2. hæð var tvískipt um árabil, þ.e. tvær fjölskyldur (börn Helga) sem notuðu það. Sem eldhúsborð var notuð hesthúshurð sem var sléttuð  og síðan klædd með dúk og settir kantlistar. Fjölskyldan borðaði við þetta ágæta borð og hafði hver sitt sæti. Það þótti tíðindum sæta þegar krakkarnir forfrömuðust og færðust úr sínu fyrsta sæti eitthvert annað.við borðið. Þetta þótti gott eldhús því þar var bæði gas og rafmagn. 2. Hæð – stóra eldhúsið
2. Hæð – litla eldhúsið Í þessu pínulitla eldhúsi á 2. hæð var áður bað/salerni.
2. Hæð – baðherbergi, áður svefnherbergi Þetta var upphaflega svefnherbergi og hér sváfu t.d. Helgi Guðbrandsson og dóttir hans Hólmfríður (Fríða). Hún var konfektgerðarkona og vann síðast hjá Petersen í Ingólfsbakaríii á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Hún skreytti m.a. Vínarbrauð, kókoskökur og negrakossa. Oft kom hún heim með brauð á kvöldin. Fríða var “spartönsk” í eðli sínu, átti upphlut og peysuföt og svo vinnugalla sem hún notaði í bakaríinu.
2. Hæð – “stofa Fríðu” Í þessu herbergi á 2. hæð var “stofan hennar Fríðu”, Hólmfríðar, dóttur Helga Guðbrandssonar. Einnig hafði Tryggvi bróðir hennar þar oft aðsetur og þar var m.a mikið um fundi.
2. Hæð - svefnherbergi Í þessu herbergi og stofunni við hliðina á réðu þær ríkjum Kristjana, móðir Hannesar og Sigríður tengdamóðir hans. Að öllum líkindum var þetta svefnherbergi annarrar þeirra. Þetta herbergi var síðar oft leigt út eins og fleiri á hæðinni.
2. Hæð – stofa Með svölum Þetta var eftir því sem best er vitað sameiginleg stofa gömlu kvennanna, Kristjönu móður Hannesar og Sigríðar tengdamóður hans sem báðar bjuggu á heimili hans á Grundarstíg.  Síðar meir var þessi stofa gjarnan leigð út ásamt herberginu við hliðina á.
2. Hæð - svefnherbergi Þetta herbergi hefur löngum verið notað sem svefnherbergi enda á afar rólegum og notalegum stað. Hér svaf að líkindum önnur gömlu kvennanna, Kristjana móðir Hannesar eða Sigríður tengdamóðir hans – þær höfðu sitt hvort svefnherbergið og stofu á milli. Síðar var þetta t.d. svefnherbergi Andreu dóttur Helga Guðbrandssonar. Loks var þetta gjarnan leigt út ásamt stofunni við hliðina á.
Gengið upp í risið Hér ér lágt undir loft á leið upp stigannog þeir sem eru í hærri kanginum neyðast til að beygja höfuð sín ögn. Í risinu er eingöngu eitt afmarkað herbergi, annað pláss  var notað fyrir geymslur.

Weitere ähnliche Inhalte

Empfohlen

Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsKurio // The Social Media Age(ncy)
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Search Engine Journal
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summarySpeakerHub
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Tessa Mero
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentLily Ray
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best PracticesVit Horky
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementMindGenius
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...RachelPearson36
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Applitools
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at WorkGetSmarter
 
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...DevGAMM Conference
 
Barbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationBarbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationErica Santiago
 
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them wellGood Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them wellSaba Software
 
Introduction to C Programming Language
Introduction to C Programming LanguageIntroduction to C Programming Language
Introduction to C Programming LanguageSimplilearn
 
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...Palo Alto Software
 

Empfohlen (20)

Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie InsightsSocial Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
Social Media Marketing Trends 2024 // The Global Indie Insights
 
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
Trends In Paid Search: Navigating The Digital Landscape In 2024
 
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
5 Public speaking tips from TED - Visualized summary
 
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
ChatGPT and the Future of Work - Clark Boyd
 
Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next Getting into the tech field. what next
Getting into the tech field. what next
 
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search IntentGoogle's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
Google's Just Not That Into You: Understanding Core Updates & Search Intent
 
How to have difficult conversations
How to have difficult conversations How to have difficult conversations
How to have difficult conversations
 
Introduction to Data Science
Introduction to Data ScienceIntroduction to Data Science
Introduction to Data Science
 
Time Management & Productivity - Best Practices
Time Management & Productivity -  Best PracticesTime Management & Productivity -  Best Practices
Time Management & Productivity - Best Practices
 
The six step guide to practical project management
The six step guide to practical project managementThe six step guide to practical project management
The six step guide to practical project management
 
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
Beginners Guide to TikTok for Search - Rachel Pearson - We are Tilt __ Bright...
 
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
Unlocking the Power of ChatGPT and AI in Testing - A Real-World Look, present...
 
12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work12 Ways to Increase Your Influence at Work
12 Ways to Increase Your Influence at Work
 
ChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slidesChatGPT webinar slides
ChatGPT webinar slides
 
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike RoutesMore than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
More than Just Lines on a Map: Best Practices for U.S Bike Routes
 
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
Ride the Storm: Navigating Through Unstable Periods / Katerina Rudko (Belka G...
 
Barbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy PresentationBarbie - Brand Strategy Presentation
Barbie - Brand Strategy Presentation
 
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them wellGood Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
Good Stuff Happens in 1:1 Meetings: Why you need them and how to do them well
 
Introduction to C Programming Language
Introduction to C Programming LanguageIntroduction to C Programming Language
Introduction to C Programming Language
 
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...
The Pixar Way: 37 Quotes on Developing and Maintaining a Creative Company (fr...
 

Hús með sál I

  • 1. Hús með sál I Hannesarholt, Grundarstíg 10, 105 Reykjavík
  • 3. Bygging HÚSSINS Húsið var byggt árið 1915 fyrir Hannes Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands Húsið teiknaði Benedikt Jónasson verkfræðingur Húsið er voldugt tvílyft steinhús með mansardþaki, hátt til lofts og fallega skreyttir gipslistar í kverkum og í kringum ljósakrónur. Húsið er meðal 15 elstu steinhúsa í Reykjavík og var byggt í kjölfarið á Reykjavíkurbrunanum árið 1915.
  • 4. Eigendur frá upphafi Hannes Hafstein fyrrv. ráðherra Lét smíða húsið og flutti inn í október 1915, þá ekkjumaður, ásamt fjölskyldu sinni. Magnús Pétursson bæjarlæknir Keypti húsið 1923 eftir andlát Hannesar (des. 1922). Helgi Guðbrandsson sjómaður frá Akranesi og Guðrún Illugadóttir ásamt börnum sínum Fjölskyldan keypti húsið 1928 – húsið í eigu ýmissa fjölskyldumeðlima til ársins 2007. Ragnheiður J. Jónsdóttir og Arnór Víkingsson Keyptu húsið í des. 2007
  • 6. Magnús Pétursson bæjarlæknir Magnús Pétursson (1881 – 1959) var læknir í Stranda-héraði 1909 - 1923 og gerðist þingmaður þess 1914 - 1923. Hann tók virkan þátt í sjálfstæðisbaráttunni og var formaður fullveldisnefndar sem starfaði milli þinga 1917 - 18. Hann var einnig í milliþinganefnd um berklavarnir og stóð m.a. ásamt öðrum að frumvarpi varðandi berklavarnir sem var stærra spor en annars staðar þekktist þó ekki næði allt í því fram að ganga. Magnús tók við embætti bæjarlæknis í Rvík 1922 og síðan héraðslæknis (embættin sameinuð 1932) til 1949. Magnús var tvíkvæntur og missti fyrri konu sína 1914. Þau áttu saman Pétur lækni sem lést 1949. Seinni kona hans var Kristín Guðlaugsdóttir. Þau eignuðust 4 börn en eitt þeirra, Anna, lést 1947.
  • 7. Helgi og Guðrún Guðrún Illugadóttir (1869-1944) og Helgi Guðbrandsson (1864-1945) með tólf af þrettán börnum sínum. Myndin er tekin á árunum 1912 eða 1913 en fjölskyldan flutti á Grundarstíg 10 árið 1928.
  • 8. Gengið um Húsið Við hefjum skoðunarferðina í kjallaranum. Húsið er kjallari, tvær hæðir og ris.
  • 9.
  • 11. Stefán nokkur málari hafði aðstöðu fyrir ýmislegt. dót,
  • 12. Myndlistardeild frá Myndlista- og handíðaskólanum, Grundarstíg 2
  • 13. Stefán Rafn fornbókasali hafði bókasafn sitt þarna.
  • 14. Keramikverkstæði var þarna um árabil.Kjallarinn
  • 15. Upphaflega var skrifstofa Hannesar Hafstein íÍ forstofuherberginu (til hægri þegar gengið er inn á 1. hæð). Síðari eigendur (börn Helga), Anna Helgadóttir og Einar M. Einarsson leigðu þetta herbergi út um árabil. Leigjendurnir voru gjarnan nokkuð þekktir einstaklingar en kannski ekki alltaf fyrirmyndarleigjendur... Eftir að Anna lauk námi sem snyrtifræðingur (líklega með þeim fyrstu sem það gerði hér) var hún með snyrtistofu í herberginu í mörg ár. 1. Hæðin - Forstofuherbergi
  • 16. 1. Hæð - Svefnherbergi Hannesar Í þessu herbergi við hliðina á forstofuherberginu (forðum skrifstofu Hannesar o.fl.) var svefnherbergi Hannesar og hérna lést hann 13. desember 1922. Úr þessu herbergi er innangengt bæði í forstofuherbergið og dagsstofuna.
  • 17. “Hvíta stofan” var dagstofa og vinstra megin við þennan glugga stóð í mörg ár píanó á meðan fjölskylda Helga og Guðrúnar bjó þarna. Á þeim árum var oft mikill glaumur og gleði í húsinu – mikið spilað og sungið. Margir úr fjölskyldunni gátu gripið í hljóðfæri og spilað. Úr þessari stofu var gengið inn í svefnherbergi Hannesar. 1. Hæð - dagstofa
  • 18. Þessi “rauða” stofa var í áraraðir notuð sem borðstofa, líklega alveg frá tíma Hannesar Hafstein og fjölskyldu. Undir parketinu sem nú er á stofunni ku leynast lítill “bjöllupedall” sem notaður var til að kalla á vinnukonurnar... 1. Hæð - borðstofa
  • 19. Eldhúsið var lengst af mun minna – baðherbergið náði lengra inn í eldhúsið og það var í raun passlegt fyrir tvær manneskjur. Því var hinsvegar breytt fyrir all nokkrum árum síðan þegar sett var sturta á baðið í stað baðkars og eldhúsið stækkað að sama skapi. 1. Hæð - Eldhúsið
  • 20. Gengið upp á aðra hæð Takið eftir litaða glerinu í gluggunum við stigann – áður fyrr voru fleiri rúður litaðar en líkast til ekki alltaf einfalt að fá litað gler ef eitthvað kom upp á.
  • 21. Eldhúsið á 2. hæð var tvískipt um árabil, þ.e. tvær fjölskyldur (börn Helga) sem notuðu það. Sem eldhúsborð var notuð hesthúshurð sem var sléttuð og síðan klædd með dúk og settir kantlistar. Fjölskyldan borðaði við þetta ágæta borð og hafði hver sitt sæti. Það þótti tíðindum sæta þegar krakkarnir forfrömuðust og færðust úr sínu fyrsta sæti eitthvert annað.við borðið. Þetta þótti gott eldhús því þar var bæði gas og rafmagn. 2. Hæð – stóra eldhúsið
  • 22. 2. Hæð – litla eldhúsið Í þessu pínulitla eldhúsi á 2. hæð var áður bað/salerni.
  • 23. 2. Hæð – baðherbergi, áður svefnherbergi Þetta var upphaflega svefnherbergi og hér sváfu t.d. Helgi Guðbrandsson og dóttir hans Hólmfríður (Fríða). Hún var konfektgerðarkona og vann síðast hjá Petersen í Ingólfsbakaríii á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Hún skreytti m.a. Vínarbrauð, kókoskökur og negrakossa. Oft kom hún heim með brauð á kvöldin. Fríða var “spartönsk” í eðli sínu, átti upphlut og peysuföt og svo vinnugalla sem hún notaði í bakaríinu.
  • 24. 2. Hæð – “stofa Fríðu” Í þessu herbergi á 2. hæð var “stofan hennar Fríðu”, Hólmfríðar, dóttur Helga Guðbrandssonar. Einnig hafði Tryggvi bróðir hennar þar oft aðsetur og þar var m.a mikið um fundi.
  • 25. 2. Hæð - svefnherbergi Í þessu herbergi og stofunni við hliðina á réðu þær ríkjum Kristjana, móðir Hannesar og Sigríður tengdamóðir hans. Að öllum líkindum var þetta svefnherbergi annarrar þeirra. Þetta herbergi var síðar oft leigt út eins og fleiri á hæðinni.
  • 26. 2. Hæð – stofa Með svölum Þetta var eftir því sem best er vitað sameiginleg stofa gömlu kvennanna, Kristjönu móður Hannesar og Sigríðar tengdamóður hans sem báðar bjuggu á heimili hans á Grundarstíg. Síðar meir var þessi stofa gjarnan leigð út ásamt herberginu við hliðina á.
  • 27. 2. Hæð - svefnherbergi Þetta herbergi hefur löngum verið notað sem svefnherbergi enda á afar rólegum og notalegum stað. Hér svaf að líkindum önnur gömlu kvennanna, Kristjana móðir Hannesar eða Sigríður tengdamóðir hans – þær höfðu sitt hvort svefnherbergið og stofu á milli. Síðar var þetta t.d. svefnherbergi Andreu dóttur Helga Guðbrandssonar. Loks var þetta gjarnan leigt út ásamt stofunni við hliðina á.
  • 28. Gengið upp í risið Hér ér lágt undir loft á leið upp stigannog þeir sem eru í hærri kanginum neyðast til að beygja höfuð sín ögn. Í risinu er eingöngu eitt afmarkað herbergi, annað pláss var notað fyrir geymslur.
  • 29. Loftið - herbergið Það er vitað að Hannes lék sér mikið við dætur sínar í þessu súðarherbergi og límdi m.a. silfurstjörnur í loft herbergisins. Í herberginu voru bækur og Hannes dvaldi hér tímunum saman. Eftir 1928 sváfu hér þrjár um árabil, Guðrún Illugadóttir og dætur hennar Ingigerður og Júlía. Guðrún vann hér flesta daga við að tæja ull og kemba og spinna. Síðar svaf Grétar Guðbergsson í herberginu og málaði það í bláum lit sem Sigurður Guðmundsson málari útvegaði og tjáði honum að þannig hefði herbergið verið í tíð Hannesar.
  • 30. Loftið Ekki var sofið á loftinu nema í súðarherberginu hér á undan. Að öðru leyti var það notað sem geymsla.
  • 31. Hér voru gjarnan geymdar bækur. Undir súðinni á loftinu voru líka geymdar sultur og saftir og geymslu-plássið skiptist á milli fjölskyldnanna (afkomenda Helga og Guðrúnar) sem bjuggu í húsinu. Loftið
  • 32. Ristar í húsinu Ristarnar hafa þjónað húsinu vel í gegnum tíðina – það var ætíð mjög gott loft í húsinu þó ekki væru opnanlegir gluggar vegna veðurs.
  • 33. Leiðarlok Ferðinni er lokið að sinni. Hægt er að skoða “Hús með sál II” þar sem stiklað er í gegnum tíðina með aðstoð auglýsinga, minningaorða o.fl. sem viðkemur Grundarstíg 10 á einn eða annan hátt. Takk fyrir komuna.